Cannabis

Marijuana leaves (Shutterstock)Kannabis er ættkvísl dulfrævinga en þrjár helstu tegundir hennar eru: Cannabis indica (indverskur hampur), Cannabis sativa og Cannabis ruderalis. Cannabis er líka kallað gras,hass og weed. Cannabis gerir þig rólegan og getur hjálpað sumum að róa stressið hjá manni. Það hefur aldrei neinn dáið við áhrifum Cannabis og er því ekki talið hættulegt.

Hampur er planta sem hefur verið ræktuð í nær 5000 ár. Plantan á uppruna sinn að rekja til Asíu, en er í dag ræktuð um allan heim. Í stöngli plöntunnar eru langar og grófar trefjar sem nýtast vel til iðnaðar. Úr hampi hafa lengi verið unnin m.a. reipi og vefnaðarvörur. Í háblöðum og bikarblöðum kvenplantna myndast efni sem nefnast kannabínóíðar. Best rannsökuðu kannabínóíðarnir eru tetrahýdrókannabínól (THC), kannabídíól (CBL) og kannabínól (CBN). Fundist hafa a.m.k. 85 kannabínóíðar, en þessi efnasambönd eru mjög mismunandi frá einni plöntu til annarrar. Enn er margt óljóst í sambandi við kannabínóíða, en ljóst þykir að þeir eru hugvíkkandi efni plöntunnar.

Leave a comment